Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. maí 2022 17:31
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Hákon og Ísak innsigluðu titilinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FC Kaupmannahöfn var svo gott sem búið að tryggja sér Danameistaratitilinn fyrir lokaumferðina en Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson innsigluðu titilinn í dag.


Hákon Arnar og Ísak Bergmann hafa verið að gera frábæra hluti undanfarnar vikur og verið duglegir að skora og leggja upp á mikilvægum lokakafla deildartímabilsins.

Hákon skoraði fyrsta mark leiksins í dag eftir aðeins átta mínútur og innsiglaði Ísak sigurinn með þriðja marki leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Kaupmannahöfn fékk Álaborg í heimsókn og lenti ekki í erfiðleikum en Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópi gestanna. Álaborg missir af sæti í Sambandsdeildinni vegna tapsins.

Kaupmannahöfn 3 - 0 AaB
1-0 Hákon Arnar Haraldsson ('9)
2-0 Lukas Lerager ('45)
3-0 Ísak Bergmann Jóhannesson ('53)

Bröndby tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni með sigri gegn Silkeborg sem mun leika í Evrópudeildinni.

Stefán Teitur Þórðarson hefur verið öflugur með Silkeborg og var í byrjunarliðinu í dag en fékk aðeins að spila fyrri hálfleikinn. Þjálfari Silkeborg gerði þrefalda skiptingu í hálfleik enda hafði þessi leikur enga þýðingu fyrir hans menn sem voru búnir að tryggja sér þriðja sætið.

Midtjylland vann þá gegn Randers og endar í öðru sæti. Markvörðurinn efnilegi Elías Rafn Ólafsson var ekki með vegna meiðsla.

Bröndby 2 - 1 Silkeborg
1-0 M. Kvistgaarden ('17)
2-0 M. Kvistgaarden ('65)
2-1 T. Salquist ('93)

Midtjylland 3 - 2 Randers
1-0 G. Isaksen ('8)
2-0 A. Dreyer ('37)
2-1 T. Kehinde ('42)
2-2 H. Dalsgaard ('72, sjálfsmark)
3-2 Evander ('80)

Ísak Óli Ólafsson var þá í byrjunarliði Esbjerg sem vann langþráðan sigur í dönsku B-deildinni.

Sigurinn nægir þó ekki til að bjarga félaginu frá falli niður í C-deildina.

Kristín Dís Árnadóttir var þá ekki í hóp er kvennalið Bröndby tapaði fyrir Thisted. Bröndby siglir lygnan sjó í fjórða sæti kvennadeildarinnar.

Hobrö 1 - 2 Esbjerg

Thisted FC 4 - 2 Bröndby


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner