Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chadi Riad búinn að samþykkja samningstilboð frá Crystal Palace
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn efnilegi Chadi Riad er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Crystal Palace.

Palace er búið að ná samkomulagi við Real Betis um kaupverð fyrir varnarmanninn, sem nemur 14 milljónum punda.

Riad gæti endað á að fylla í skarðið fyrir miðvörðinn öfluga Marc Guéhi sem er eftirsóttur af ýmsum stórliðum og gæti farið í sumar.

Riad er 20 ára gamall miðvörður frá Marokkó sem gekk til liðs við Barcelona þegar hann var 16 ára gamall og gerði fína hluti með B-liðinu áður en hann var fenginn yfir til Betis.

Barcelona fær um það bil helming af kaupverðinu sem Palace borgar fyrir Riad.
Athugasemdir
banner
banner
banner