Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 22. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oscar Borg ekkert spilað - „Sjáum hvernig það verður"
Oscar Borg var eitt sinn á mála hjá Aston Villa.
Oscar Borg var eitt sinn á mála hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Fyrir tímabilið samdi Stjarnan við vinstri bakvörðinn Oscar Borg en hann hefur enn sem komið er, ekkert komið við sögu í sumar.

„Oscar þótti mikið gríðarlega efni á sínu á sínum yngri árum og var hann til að mynda ekki langt frá því að ganga til liðs við stórlið Manchester United. Stjarnan bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn," sagði Stjarnan í tilkynningu sinni þegar samið var við Borg.

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í stöðuna á leikmanninum eftir sigur liðsins á HK í gær.

„Hann hefur því miður verið að ströggla með læri sitt, það hefur ekki heppnast upp hjá honum því miður," sagði Þorvaldur.

„Hann er að æfa með okkur núna og er kominn í betra stand."

„Við skulum sjá hvernig þetta. Þetta er ungur drengur sem kom hingað til að koma ferlinum af stað aftur. Við sjáum hvernig það verður," sagði þjálfari Stjörnunnar.

Ólafur Karl Finsen er enn á meiðslalista Stjörnunnar. Hann hefur heldur ekkert spilað í sumar.

„Hann var fínn í janúar og fram í febrúar, en tognaði illa í nára. Það er að koma í ljós að það er alvarlega en það var. Við verðum væntanlega ekki með hann á næstu vikum, því miður."

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Athugasemdir
banner
banner