Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 22. júní 2024 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Lengjudeildin
Shkelzen Veseli.
Shkelzen Veseli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe lagði upp markið.
Omar Sowe lagði upp markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis á VÍS vellinum í dag. Hann skoraði undir lok leiks og kom Leikni yfir, 1-2, og reyndust það lokatölur.

Hann er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Leikni og lék sína fyrstu keppnisleiki með Leikni sumarið 2020. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

„Tilfinningin er náttúrulega geggjuð, gaman að vinna á Akureyri og gaman að skora."

„Ég sé að Omar (Sowe) er með boltann, þekki hann nokkuð vel. Ég reyni að planta mér og tímasetja hlaupið rétt. Omar kemur með geggjaðan bolta, ég á svolítið þunga snertingu en markmaðurinn nær honum ekki þannig ég legg boltann framhjá honum."

„Ég gat ekki verið glaðari, hljóp beint að varamannabekknum og hoppaði á Óla og Atla."

„Já, það var alveg stress undir lokin en við bara gerðum þetta vel, gerðum þetta eins og á að gera þetta."


Hvernig er að vera hetjan þegar Leiknir vinnur sigur?

„Ég myndi ekki segja að ég væri hetjan heldur erum við allir hetjurnar í dag. Við gerðum þetta allir mjög vel, allir sem einn. Ég er virkilega sáttur með strákana. Ég er ekki eina hetjan, við vorum það allir."

Shkelzen fór niður í vítateig Þórs í seinni hálfleik og var kallað eftir vítaspyrnu. Átti hann að fá víti?

„Það er tæpt. Ég missi boltann smá langt frá mér, markmaðurinn fór í mig, en ég held að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Shkelzen að lokum.

Leiknir tvöfaldaði með þessum sigri sitgafjölda sinn í Lengjudeildinni, liðið er nú með sex stig, rétt eins og Þór.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner