Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 22. júní 2025 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Lengjudeildin
Siggi Höskulds.
Siggi Höskulds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Kristjánsson
Ívar Orri Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að vinna aftur, fjórir leikir í röð sem við unnum ekki, mjög sáttur við að fá þrjú stig og halda hreinu," sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur gegn Selfossi í 9. umferð Lengjudeildarinnar í dag.

„Við vorum ekkert sérstaklega góðir í dag, megnið af leiknum. Við vorum hægir og eins og við værum bara sofandi, sérstaklega í fyrri hálfleik eftir góðar fyrstu 10-15 mínúturnar."

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Selfoss

„Mér fannst sigurinn ekki í hættu, fannst tímaspursmál hvenær við myndum búa til færið til að klára leikinn."

Lof og last
Sigfús Fannar Gunnarsson er kominn með tíu mörk í sumar, mjög vel gert hjá sóknarmanninum sem fáir hefðu getað séð fyrir að yrði þetta heitur. Hann skoraði fyrra mark Þórs í dag en fékk tvö gul spjöld í leiknum og verður í banni í næsta leik.

„Hann æfði rosa vel í vetur, er með hrikalega flottan skrokk í þetta, með hraða. Maður sér það svo á honum þegar hann spilar hversu mikið sjálfstraust hann er með og það gerast góðir hlutir. Þetta er svipuð ára og er yfir Daða Berg í Vestra. Maður sér hversu rosalega trú þeir hafa á því að gera eitthvað með boltann."

„Mér fannst þetta klaufalegt bæði hjá Fúsa og hjá dómaranum að gefa þetta seinna gula, mér fannst þetta það lítið og það mikið óvart, klafs, bara glórulaust."


Ekki með regluna á hreinu
Siggi ræddi nánar um leikinn og stöðuna á liðinu og má sjá hans svör í spilaranum efst. Hann ræddi t.d. um meiðsli Orra Sigurjónssonar og Juan Guardia. Í lok viðtals var hann svo spurður út í samskipti sín við Ívar Orra Kristjánsson dómara leiksins.

„Það kom ný regla þegar það er verið að sparka upp í loftið. Hitt liðið á þá bara boltann (á þeim stað). Hann var greinilega ekki búinn að fá þær upplýsingar, var alltaf að láta sparka boltanum til baka. Ég tilkynnti honum það í hálfleik að það væru breyttar reglur og hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt. Það er rosalega pirrandi þegar menn kunna ekki reglurnar þegar menn mæta í húsið og maður var aðeins æstur, en þetta blessaðist," sagði Siggi að lokum.
Athugasemdir
banner