Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. júlí 2019 13:15
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar - Rúnar valinn í fimmta sinn
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Ingibergur Kort, leikmaður Fjölnis.
Ingibergur Kort, leikmaður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson (til vinstri) í leiknum gegn Magna.
Stefán Árni Geirsson (til vinstri) í leiknum gegn Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
13. umferðir eru að baki í Inkasso-deildinni en í úrvalsliði vikunnar má finna Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmann Keflavíkur, í fimmta sinn. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að hann hefur komið við sögu í átta leikjum en hann missti út vegna meiðsla.

Rúnar er 19 ára gamall og er nánast alltaf í úrvalsliðinu þegar hann spilar.

Keflavík vann 2-1 útisigur gegn Fram í gær en Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson skoraði bæði mörk Keflavíkur í leiknum. Gunnólfur er 18 ára gamall og ljóst að það vantar ekki spennandi leikmenn í Keflavíkurliðið.



Þjálfari umferðarinnar er Ásmundur Arnarsson sem stýrði Fjölnismönnum til 5-1 útisigurs gegn Haukum. Grafarvogsliðið trónir á toppi deildarinnar. Albert Brynjar Ingason var valinn maður leiksins þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora. Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði tvívegis í leiknum og er einnig úrvalsliðinu.

Þórsarar sem eru í öðru sæti unnu dramatískan útisigur gegn Aftureldingu. Dino Gavric skoraði sigurmarkið í leiknum og var valinn maður leiksins.

Grótta er í þriðja sæti en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík. Óliver Dagur Thorlacius jafnaði fyrir Gróttu úr víti í uppbótartíma og er í úrvalsliðinu. Emmanuel Eli Keke skoraði fyrra mark Ólsara og er einnig í liðinu.

Hjalti Sigurðsson og Stefán Árni Geirsson eru fulltrúar Leiknis í úrvalsliðinu eftir 3-0 útisigur gegn Magna. Báðir eru þeir lánsmenn frá KR. Þá vann Þróttur nauman sigur gegn Njarðvík þar sem Daði Bergsson átti frábæran leik og er í úrvalsliðinu.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner