Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 22. júlí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Egill skoraði þrennu í fyrsta leik
Mynd: SPAL
Mikael Egill Ellertsson skoraði í gær þrennu í fyrsta æfingaleiknum með aðalliði SPAL.

Mikael Egill er Framari sem gekk í raðir ítalska félagsins sumarið 2018.

Mikael er nítján ára miðjumaður sem er kominn í æfingahóp aðalliðsins eftir að hafa leikið með Primavera liði félagsins í fyrra.

SPAL lék í gær æfingaleik gegn liði á svæðinu og vann 19-0 sigur.

Leikurinn var 2x40 mínútur.


Athugasemdir