fös 22. júlí 2022 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Nýr leikmaður West Ham frá í þrjá mánuði
Nayef Aguerd
Nayef Aguerd
Mynd: West Ham
Nayef Aguerd, nýr varnarmaður West Ham á Englandi, verður ekki með næstu þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Rangers í æfingaleik á dögunum.

Marokkómaðurinn var keyptur til West Ham frá Rennes fyrir 30 milljónir punda í síðasta mánuði.

Hann meiddist illa á vinstri ökkla í leik gegn Rangers á dögunum og samkvæmt frétt beIN Sports verður hann frá næstu þrjá mánuði.

David Moyes, stjóri West Ham, var í miklum vandræðum varnarlega á síðustu leiktíð og var það því í forgangi að kaupa varnarmann inn fyrir nýtt tímabil.

Þetta er því mikið áfall fyrir West Ham að missa Aguerd í meiðsli rétt fyrir byrjun deildarinnar.

West Ham er nú með Craig Dawson, Kurt Zouma og Issa Diop klára og þá er Angelo Ogbonna að koma til baka eftir erfið meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner