Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 22. ágúst 2024 21:01
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara gríðarlega sáttur. Þetta er það sem við ætluðum okkur, að setja tóninn hérna heima, og mér fannst við gera það," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri leik liðana í einvíginu um laust sæti í Sambandsdeildinni. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

"Þetta lítur mjög vel út, ég viðurkenni það. En þú veist að ég er aldrei að fara að segja að þetta sé komið. Við erum klárir í seinni leikinn og það eru líka Evrópustig í boði þar upp á styrkleikaröðun."

Nú fá Víkingar langþráða vikuhvíld á milli leikja. "Það er mjög gott að fá hvíld núna. Það eru einhverjir búnir að vera tæpir og í smá brasi þannig að það er mjög mikilvægt að fá þessa viku."

Víkingar klúðruðu tveimur vítum í leiknum. Aron klikkaði á öðru þeirra. Situr það í honum? "Já aðeins en við unnum 5-0 og þá líður mér betur. Ég og Valdi tökum þetta á okkur og svo bara áfram gakk."

Aron kom heim í Víking í fyrra eftir áratug í atvinnumennsku. Hann segir að það að koma uppeldisfélaginu í Sambandsdeildina myndi trompa allt annað. "Ég var í 10 ár úti. Að vera í Evrópu með uppeldisklúbbnum er miklu stærra en það fyrir mér. Að komast í úrslitakeppnina í Sambandsdeildinni yrði það stærsta á mínum ferli. "

"Þetta lítur vel út. Núna klárum við að fókusa á þetta einvígi og svo er bara hörku einvígi við Blika og Val í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner