Það er gríðarleg hamingja að hafa unnið loksins á heimavelli í Evrópu og fínt að fara með 5-0 sigur út," segir Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í kvöld en um var að ræða fyrri leikinn í umspili um sæti í Sambandsdeildinni.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 0 Santa Coloma
"Við vorum yfirvegaðir og vorum að spila þetta mjög vel svo okkur leið mjög vel í þessum leik. "
Það er erfitt að sjá mótherjann koma til baka úr þessu einvígi. "Við erum allavega komnir í góða stöðu og þurfum að nýta okkur hana í seinni leiknum."
Valdimar skoraði tvívegis í leiknum og hefði getað skorað þrennu en hann klikkaði á víti. "Ég var ekkert óheppinn. Þetta var bara lélegt. Sáttur með að skora tvö en það hefði verið gaman að setja þrennuna."
Allt viðtalið við Valdimar má sjá hér að neðan.

























