Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 22. september 2019 17:20
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Þurfum bara að vinna Grindavík
Davíð Þór á einn leik eftir af ferlinum.
Davíð Þór á einn leik eftir af ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 3-2 tap gegn KR í dag. FH hefði með sigri gulltryggt Evrópusæti.

„Þetta er svekkelsi. Við ætluðum náttúrulega koma hingað og sækja þrjú stig. Við byrjuðum vel en svo gerist eitthvað eftir að þeir jafna og við náum okkur ekki almennilega á strik eftir það." sagði Davíð eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sigurmark KR kom úr vítaspyrnu í dag og voru FH-ingar vægast sagt ósáttir með dóminn hjá Erlendi Eiríkssyni dómara leiksins.

„Mér fannst þetta ekki vera víti. Mér finnst Cedric (D'Ulvio) bara taka boltann og Óskar (Örn) sparkar í hann eftir það."

FH er í bílstjórasætinu um Evrópusæti fyrir síðastu umferðina en það verður jafnframt síðasti leikur Davíðs Þórs þar sem að hann leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Við þurfum bara að vinna þann leik, það er ekkert flóknara en það. Það er aðalatriðið að við náum þessum Evrópusæti þannig að ég set tilfinningarnar til hliðar. Vonandi verður þetta góður dagur fyrir bæði mig og félagið." sagði Davíð að lokum.

Nánar er rætt við Davíð að spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner