Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 22. september 2019 17:20
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Þurfum bara að vinna Grindavík
Davíð Þór á einn leik eftir af ferlinum.
Davíð Þór á einn leik eftir af ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 3-2 tap gegn KR í dag. FH hefði með sigri gulltryggt Evrópusæti.

„Þetta er svekkelsi. Við ætluðum náttúrulega koma hingað og sækja þrjú stig. Við byrjuðum vel en svo gerist eitthvað eftir að þeir jafna og við náum okkur ekki almennilega á strik eftir það." sagði Davíð eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sigurmark KR kom úr vítaspyrnu í dag og voru FH-ingar vægast sagt ósáttir með dóminn hjá Erlendi Eiríkssyni dómara leiksins.

„Mér fannst þetta ekki vera víti. Mér finnst Cedric (D'Ulvio) bara taka boltann og Óskar (Örn) sparkar í hann eftir það."

FH er í bílstjórasætinu um Evrópusæti fyrir síðastu umferðina en það verður jafnframt síðasti leikur Davíðs Þórs þar sem að hann leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Við þurfum bara að vinna þann leik, það er ekkert flóknara en það. Það er aðalatriðið að við náum þessum Evrópusæti þannig að ég set tilfinningarnar til hliðar. Vonandi verður þetta góður dagur fyrir bæði mig og félagið." sagði Davíð að lokum.

Nánar er rætt við Davíð að spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner