Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 22. september 2019 17:20
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Þurfum bara að vinna Grindavík
Davíð Þór á einn leik eftir af ferlinum.
Davíð Þór á einn leik eftir af ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 3-2 tap gegn KR í dag. FH hefði með sigri gulltryggt Evrópusæti.

„Þetta er svekkelsi. Við ætluðum náttúrulega koma hingað og sækja þrjú stig. Við byrjuðum vel en svo gerist eitthvað eftir að þeir jafna og við náum okkur ekki almennilega á strik eftir það." sagði Davíð eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Sigurmark KR kom úr vítaspyrnu í dag og voru FH-ingar vægast sagt ósáttir með dóminn hjá Erlendi Eiríkssyni dómara leiksins.

„Mér fannst þetta ekki vera víti. Mér finnst Cedric (D'Ulvio) bara taka boltann og Óskar (Örn) sparkar í hann eftir það."

FH er í bílstjórasætinu um Evrópusæti fyrir síðastu umferðina en það verður jafnframt síðasti leikur Davíðs Þórs þar sem að hann leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Við þurfum bara að vinna þann leik, það er ekkert flóknara en það. Það er aðalatriðið að við náum þessum Evrópusæti þannig að ég set tilfinningarnar til hliðar. Vonandi verður þetta góður dagur fyrir bæði mig og félagið." sagði Davíð að lokum.

Nánar er rætt við Davíð að spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner