29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 22. september 2019 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þ : Hluti af stærri niðursveiflu
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Mynd: Benóný Þórhallsson
„Það eru tvær leiðir til að tapa í lífinu og við erum klárlega að falla með sæmd. Við erum gjörsamlega búnir að leggja allt sem við eigum í þetta. Þjálfarar, leikmenn og liðstjórar allir í kringum þetta en stundum er það bara ekki nóg.“

Sagði beygður fyrirliði Grindavíkur Gunnar Þorsteinsson um þá staðreynd að lið hans féll í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

Grindavík fékk fjölmörg færi undir lok leiks til að tryggja sér sigur en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór.

„Við sköpuðum allavega færi og það hafa verið ákveðin batamerki á leik liðsins í síðust tveimur leikjum. Flott framherjaparið hjá okkur en stundum dugar það bara ekki til. Það þarf einhver að taka það á sig að falla.“
Sagði Gunnar ennfremur og bætti svo við.

„Þetta er bara hluti af stærri niðursveiflu á félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum við erum að falla núna og Þetta er bara mjög erfitt bæði í rekstrarlegu tiliti og hvernig leikmenn við erum að búa til. Við höfum svo sem ekki verið að búa til marga leikmenn en það er erfitt þegar þú ert svona lítið bæjarfélag.“

Gunnar sagði eftir leik liðins við ÍA í síðustu viku að hann ætlaði að virða saming sinn við félagið.
Það stendur því ekki á honum að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þörf er á í Grindavík?

Ekki spurning. Grindavík er félagið mitt og ég verð fyrsti maður til að hjálpa við að koma liðinu upp aftur.
Athugasemdir
banner
banner