Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   sun 22. september 2019 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þ : Hluti af stærri niðursveiflu
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Mynd: Benóný Þórhallsson
„Það eru tvær leiðir til að tapa í lífinu og við erum klárlega að falla með sæmd. Við erum gjörsamlega búnir að leggja allt sem við eigum í þetta. Þjálfarar, leikmenn og liðstjórar allir í kringum þetta en stundum er það bara ekki nóg.“

Sagði beygður fyrirliði Grindavíkur Gunnar Þorsteinsson um þá staðreynd að lið hans féll í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

Grindavík fékk fjölmörg færi undir lok leiks til að tryggja sér sigur en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór.

„Við sköpuðum allavega færi og það hafa verið ákveðin batamerki á leik liðsins í síðust tveimur leikjum. Flott framherjaparið hjá okkur en stundum dugar það bara ekki til. Það þarf einhver að taka það á sig að falla.“
Sagði Gunnar ennfremur og bætti svo við.

„Þetta er bara hluti af stærri niðursveiflu á félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum við erum að falla núna og Þetta er bara mjög erfitt bæði í rekstrarlegu tiliti og hvernig leikmenn við erum að búa til. Við höfum svo sem ekki verið að búa til marga leikmenn en það er erfitt þegar þú ert svona lítið bæjarfélag.“

Gunnar sagði eftir leik liðins við ÍA í síðustu viku að hann ætlaði að virða saming sinn við félagið.
Það stendur því ekki á honum að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þörf er á í Grindavík?

Ekki spurning. Grindavík er félagið mitt og ég verð fyrsti maður til að hjálpa við að koma liðinu upp aftur.
Athugasemdir
banner
banner