Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 22. september 2019 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þ : Hluti af stærri niðursveiflu
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Mynd: Benóný Þórhallsson
„Það eru tvær leiðir til að tapa í lífinu og við erum klárlega að falla með sæmd. Við erum gjörsamlega búnir að leggja allt sem við eigum í þetta. Þjálfarar, leikmenn og liðstjórar allir í kringum þetta en stundum er það bara ekki nóg.“

Sagði beygður fyrirliði Grindavíkur Gunnar Þorsteinsson um þá staðreynd að lið hans féll í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

Grindavík fékk fjölmörg færi undir lok leiks til að tryggja sér sigur en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór.

„Við sköpuðum allavega færi og það hafa verið ákveðin batamerki á leik liðsins í síðust tveimur leikjum. Flott framherjaparið hjá okkur en stundum dugar það bara ekki til. Það þarf einhver að taka það á sig að falla.“
Sagði Gunnar ennfremur og bætti svo við.

„Þetta er bara hluti af stærri niðursveiflu á félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum við erum að falla núna og Þetta er bara mjög erfitt bæði í rekstrarlegu tiliti og hvernig leikmenn við erum að búa til. Við höfum svo sem ekki verið að búa til marga leikmenn en það er erfitt þegar þú ert svona lítið bæjarfélag.“

Gunnar sagði eftir leik liðins við ÍA í síðustu viku að hann ætlaði að virða saming sinn við félagið.
Það stendur því ekki á honum að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þörf er á í Grindavík?

Ekki spurning. Grindavík er félagið mitt og ég verð fyrsti maður til að hjálpa við að koma liðinu upp aftur.
Athugasemdir
banner