Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 22. september 2019 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þ : Hluti af stærri niðursveiflu
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Mynd: Benóný Þórhallsson
„Það eru tvær leiðir til að tapa í lífinu og við erum klárlega að falla með sæmd. Við erum gjörsamlega búnir að leggja allt sem við eigum í þetta. Þjálfarar, leikmenn og liðstjórar allir í kringum þetta en stundum er það bara ekki nóg.“

Sagði beygður fyrirliði Grindavíkur Gunnar Þorsteinsson um þá staðreynd að lið hans féll í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

Grindavík fékk fjölmörg færi undir lok leiks til að tryggja sér sigur en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór.

„Við sköpuðum allavega færi og það hafa verið ákveðin batamerki á leik liðsins í síðust tveimur leikjum. Flott framherjaparið hjá okkur en stundum dugar það bara ekki til. Það þarf einhver að taka það á sig að falla.“
Sagði Gunnar ennfremur og bætti svo við.

„Þetta er bara hluti af stærri niðursveiflu á félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum við erum að falla núna og Þetta er bara mjög erfitt bæði í rekstrarlegu tiliti og hvernig leikmenn við erum að búa til. Við höfum svo sem ekki verið að búa til marga leikmenn en það er erfitt þegar þú ert svona lítið bæjarfélag.“

Gunnar sagði eftir leik liðins við ÍA í síðustu viku að hann ætlaði að virða saming sinn við félagið.
Það stendur því ekki á honum að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þörf er á í Grindavík?

Ekki spurning. Grindavík er félagið mitt og ég verð fyrsti maður til að hjálpa við að koma liðinu upp aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner