Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 22. september 2019 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Allan daginn víti
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég er þokkalega sáttur að hafa náð stigi úr því sem komið var, sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við HK í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍA.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Að því sögðu fengum við tvö-þrjú ágætis færi eftir að við jöfnum þar sem mér fannst HK-ingarnir vera heppnir að við náðum ekki að taka öll stigin."

„Við fórum úr fimm manna varnarlínu þegar við setjum Sigurð (Hrannar Þorsteinsson) inn og fórum í 4-4-2. Hugmyndin var að fjölga í sókninni. HK-ingarnir voru komnir neðar á völlinn og mér fannst okkur ganga betur eftir þetta. Það gekk betur að halda pressunni á þeim með breyttu leikkerfi."


ÍA gerði nokkur tilköll til að fá vítaspyrnu í leiknum áður en liðið fékk svo vítaspyrnu undir lokin.

„Mér fannst að við hefðum mögulega átt að fá meira en dómarinn dæmdi bara í það skiptið. Varnarmaður HK hrindir beint í Marcus þannig þetta var allan daginn víti."

Jói Kalli sagði einnig að þetta væri eilítið svekkjandi þar sem liðið fékk góða sénsa í kjölfar jöfnunarmarksins en: „Alltaf sama tuggan - Virða stigið."

Jói Kalli var að lokum spurður út í lokaleikinn í deildinni sem fram fer um næstu helgi á Akranesi.

Athugasemdir
banner
banner
banner