sun 22. september 2019 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Ég er vonsvikinn
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var vonsvikinn með 2-0 tapið gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester United tapaði 2-0 fyrir West Ham í dag en Andriy Yarmolenko og Aaron Cresswell skoruðu mörkin. Man Utd er aðeins með 8 stig eftir sex umferðir.

„Ég er vonsvikinn og maður er það alltaf þegar maður tapar leikjum. Þetta var leikur sem við hefðum getað unnið en við munum fara yfir leikinn á leiðinni heim. Við erum allir frekar súrir í augnablikinu," sagði Solskjær.

„Það voru mikilvæg augnablik í leiknum sem því miður féllu ekki með okkur. Við vorum ekki með gæðin þegar þessi augnablik komu. Í ensku úrvalsdeildinni verður maður að grípa þau annars fær maður engin stig en við verðum bara að sætta okkur við þetta."

„Ég er vonsvikinn með ða vinna ekki í dag en fyrir utan það þá er ég nokkuð jákvæður. Ég hef sagt það áður að það verða hæðir og lægðir í þessu. Það hefur verið þannig til þessa en við veðrum að sætta okkur við að fá ekkert stig í dag og hlakka til næsta leiks,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner