Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. september 2021 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr um sín mál: Ekkert fréttnæmt
Kristinn Freyr
Kristinn Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var fjallað um að Kristinn Freyr Sigurðsson yrði ekki áfram hjá Val eftir að núgildandi samningur hans við Val rennur út eftir tímabilið.

Kristinn er 29 ára miðjumaður sem hefur verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar undanfarin ár. Kristinn var í stóru hlutverki í liði Vals framan af móti en var settur á bekkinn fyrir leikina gegn Stjörnunni og Breiðablik á dögunum.

Kristinn var aftur kominn í liðið gegn KA á sunnudag. Fótbolti.net ræddi við Kristin í dag og spurði hann út í hans stöðu.

„Það er voða lítið sem ég get sagt. Það er ekkert fréttnæmt að frétta af mér, ekki neitt," sagði Kristinn í dag.

Sjá einnig:
Segir að Kristinn fari frá Val - „Hafiði heyrt um leikmann sem hentar KR betur?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner