Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 22. september 2023 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var klárlega markmiðið fyrir leik og það er rosalega gott að ná ásettu markmiði," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

„Mér fannst við gefa 100 prósent í allan leikinn. Við vorum tilbúnar að berjast um hvern einasta bolta og við vorum þolinmóðar. Við skoruðum eitt mark og vorum þéttar til baka sem skilaði okkur þremur stigum í dag. Það er ekki annað hægt en að vera glöð."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Sandra María spilaði í dag í vinstri bakverði og leysti það frábærlega. Hún er vön að spila framar á vellinum í félagsliði sínu.

„Þetta er mjög skemmtilegt þó ég spili vanalega sem sóknarmaður með mínu liði. Ég var upprunalega varnarmaður og spilaði í bakverði þegar ég byrjaði í U17 og svona. Maður er að rifja upp gamla takta en það er bara gaman."

Þetta var hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu í sex ár. Sandra María hefur á þeim tíma komið til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð.

„Ég er alltaf jafnstolt og þakklát þegar ég klæðist treyjunni. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa náð til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð. Þetta er stór áfangi og vonandi eitthvað sem ég get byggt ofan á. Það er rosalega gaman að fá traustið og spila heilan leik. Vonandi fær maður fleiri sénsa."

Hún og Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari liðsins, áttu skemmtilegt augnablik eftir leik. „Við vorum að rifja upp gamlar minningar þegar Hallbera (Gísladóttir) sá ekki þegar ég var að reyna að gefa henni 'high five'. Ég var að segja honum að gleyma því ekki aftur. Við vorum að hlæja að þessu."

Margir bílar sem komu frá Akureyri
Bróðir Söndru var í skemmtilegri treyju í stúkunni í kvöld. Treyjan var með númerinu 7; fyrir ofan það er orðið 'Jessen' og fyrir neðan númerið stendur 'systir mín'. Sandra var spurð út í þessa treyju og baklandið sem hún er með.

„Það er rosalega dýrmætt. Það voru margir bílar að keyra frá Akureyri alla leið suður til að horfa á einn leik. Ég er rosalega þakklát. Ég held að þessi treyja sé fimm eða sex ára gömul. Það er ekki eins og þetta hafi verið keypt í gær. En þetta var rosalega gaman og sætt að sjá alla í stúkunni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir