Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. nóvember 2022 14:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Algjör forréttindi að fá að vera hluti af Valsliðinu á þessum árum
Andri og Sindri Björnsson með Íslandsmeistarabikarinn 2017.
Andri og Sindri Björnsson með Íslandsmeistarabikarinn 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson ræddi við Fótbolta.net í gær. Fyrr í mánuðinum skrifaði hann undir hjá Stjörnunni og yfirgaf þar með Val eftir sjö ár hjá félaginu. Hjá Val varð Andri þrisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Andri átti reyndar ekki stóran þátt í Íslandsmeistaratitlinum 2020 þar sem hann gat lítið sem ekkert spilað vegna höfuðmeiðsla.

„Geggjaður tími, kannski smá vonbrigði síðustu þrjú ár - þau hafa verið svolítið erfið. Að fá að vera hluti af liðinu á þessum árum hjá Val hefur verið geggjað. Að fá að spila með öllum þessum leikmönnum og ná öllum þessum árangri sem við náðum eru algjör forréttindi."

Andri segir að Íslandsmeistaratitillinn hafi verið sætastur.

„2017, fyrsti Íslandsmeistaratitilinn. Liðið sem við voru með þá var sérstakt. Það var yfirburðaár," sagði Andri.

Valur endaði með 50 stig 2017, tólf stigum meira en Stjarnan sem endaði í 2. sæti.
Vill vinna titla í Garðabæ - „Eftir þessar samræður tók ég þessa erfiðu ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner
banner