
Kvennalið Sindra hefur samið við tvo sóknarmenn til að styrkja liðið fyrir átökin á komandi leiktíð.
Samira Suleman er 28 ára sóknarmaður frá Ghana en hún er fyrrverandi leikmaður Víkings Ó. og Aftureldingar.
Hún hefur skorað 33 mörk í 67 leikjum en hún gerir tveggja ára samning við Sindra.
Samira Suleman er 28 ára sóknarmaður frá Ghana en hún er fyrrverandi leikmaður Víkings Ó. og Aftureldingar.
Hún hefur skorað 33 mörk í 67 leikjum en hún gerir tveggja ára samning við Sindra.
Landsliðskonan Bilyana Pencheva er 22 ára sóknarmaður frá Búlgaríu, hún var valin næstbest í búlgörsku deildinni en hún var markahæst í þeirri deild í fyrra.
Hún kemur til Sindra frá LP Suprsport Bulgaria og hefur gert eins árs samning við Sindra.
Sindri endaði í 3. sæti 2. deildar í fyrrasumar með 21 stig úr leikjunum tólf.
Athugasemdir