Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 23. janúar 2023 13:38
Elvar Geir Magnússon
Chelsea áfram með veskið opið og vill fá Malo Gusto
Chelsea hyggst gera tilboð í Malo Gusto, nítján ára hægri bakvörð Lyon.

Telegraph segir að Chelsea vilji fá Gusto sem varaskeifu fyrir Reece James en Lyon vill halda Gusto út tímabilið.

James er nú nálægt því að snúa aftur eftir meiðsli en Chelsea telur sig þurfa meiri breidd í hans stöðu.

Gusto býr yfir miklum hraða og spilar oft eins og hann sé vængmaður, hann er líkur James að því leyti.

Chelsea hyggst einnig fá inn miðjumann áður en glugganum verður lokað og hefur verið orðað við Enzo Fernandez, Moises Caicedo og Franck Kessie.

Chelsea hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum. Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile, Noni Madueke, Andrey Santos og Joao Felix (á láni) eru allir komnir til Chelsea í þessum glugga en liðið situr í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner