Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 12:09
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Búið að fresta fjórða leiknum í Serie A í dag
Búið er að fresta leik Torino og Parma.
Búið er að fresta leik Torino og Parma.
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá hér á Fótbolta.net í morgun er kóróna veiran farin að hafa mikil áhrif á ítalska boltann.

Í gærkvöldi var greint frá því að þremur leikjum í efstu deild hafi verið frestað og nú fyrir hádegið var það staðfest að búið væri að fresta fjórða leik dagsins.

Leik Torino og Parma var frestað nú í morgun þegar aðeins fjórir tímar voru í leik, áður hafði verið búið að gefa út að eftirfarandi leikjum hafi verið frestað: Atalanta - Sassuolo, Verona - Cagliari og Inter og Sampdoria.

Það er því ljóst að aðeins tveir leikir munu fara fram í Serie A í dag, leikur Genoa og Lazio er hafinn, þar eru gestirnir með 0-1 forystu þegar þetta er skrifað. Síðar í dag mætast Roma og Lecce.

Sjá einnig: Þremur leikjum frestað í Serie A vegna kóróna veirunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner