Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 23. mars 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Telur að það séu þrír mánuðir í frönsku deildina
Bernard Caiazzo, formaður frönsku deildarinnar, telur að það séu um þrír mánuðir í að deildin geti hafist að nýju.

Vonir hafa staðið til að deildin geti hafist aftur í apríl eða maí en Caiazzo telur það ekki raunhæft.

„Það er mikilvægt að gera allt sem hægt er til að klára tímabilið, sama þó því ljúki þá ekki fyrr en í júlí eða ágúst. Ég tel raunhæft að stefna á að tímabilið hefjist aftur 15. júní," segir Caiazzo.

„Frönsk félög eru að tapa háum fjárhæðum og ég hef miklar áhyggjur af stöðunni. Ef ástandið helst svona lengi gætu mörg félög farið í gjaldþrot."

Deildir Evrópu munu reyna sitt besta í að klára tímabilið, meðal annars með því að spila bak við luktar dyr. Forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, segir að rökréttast í stöðunni yrði að ógilda tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner