
Það eru nokkrir klukkutímar í leik Bosníu/Hersegóvínu og Íslands sem hefst 19:45 að íslenskum tíma. Valur Páll Eiríksson fréttamaður Sýnar er í Zenica og spáir jafntefli í þessum leik sem framundan er.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
Eins og greint var frá í dag þá sleppa Bosníumenn við heimaleikjabann, í bili allavega, og er búist við fullum velli og góðri stemningu.
„Ég er ógeðslega spenntur fyrir því. Það verður alvöru bosnísk stemning og ég held að íslenska liðið þrífist líka á því," segir Valur.
Sjáðu spjallið við Val í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir