Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. maí 2018 16:45
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Að ræna upplögðu marktækifæri - RUPLA
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Gylfi Þór Orrason.
Gylfi Þór Orrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hazard fékk vítaspyrnuna í úrslitaleiknum um síðustu helgi.
Hazard fékk vítaspyrnuna í úrslitaleiknum um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Michael Oliver dæmdi bikarúrslitaleikinn.
Michael Oliver dæmdi bikarúrslitaleikinn.
Mynd: Getty Images
Bikarúrslitaleikur Chelsea og Manchester United um sl. helgi fer líklega frekar í sögubækurnar fyrir vel útfærða varnartaktík en leiftrandi sóknarbolta, en líklega verður eftirminnilegast atvikið sem réði úrslitum í leiknum. Leiddiþað til mikilla mótmæla leikmanna og framkvæmdastjóra Chelseaog varð tilefni líflegra umræðna á samfélagsmiðlum um hvort dómarinn hafi þar túlkað hina svokölluðu "Rupl-reglu" á réttan hátt.

Löng "kýling" fram á Eden Hazard sem slapp einn í gegn inn í vítateiginn með klaufalegan PhilJones á hælunum. Jonesfreistaði þess að vinna boltann, en missti jafnvægið og í fallinu brá hann fæti fyrir Hazard án snertingar við boltann. Jafnvel hörðustu Man Utd aðdáendur efuðust ekki um réttmæti vítaspyrnudómsins hjá Michael Oliver. En af hverju sýndi Oliver bara gula spjaldið en ekki það rauða? Rændi Jones ekki Hazardupplögðu marktækifæri með broti sínu ("ruplaði" hann ekki)? Nánar um það síðar í þessum pistli, en skoðum fyrst hvaða mælikvörðumdómaranum ber að beitavið að meta/ákveða hvort um hafi verið að ræða upplagt marktækifæri eða ekki. Samkvæmt knattspyrnulögunum geta leikmenn talist ræna mótherja marki eða upplögðu marktækifæri á tvennan hátt, þ.e. annars vegar með því að handleika boltann og hins vegar með broti gegn mótherja sem leiðir til beinnar aukaspyrnu eða vítaspyrnu. Í þessu sambandi beinist kastljósið að sjálfsögðu að því síðarnefnda.

Er hann metur hvort um "rupl" sé að ræða ber dómaranum að leggja fjögur lykilatriði til grundvallar. Fyrst skal þar nefna fjarlægðina frá markinu, sem þó ber ekki að skilja sem svo að þar sé um tiltekna fjarlægð frá markinu að ræða í metrum talið. Fjarlægðin gefur þó vísbendingu, þ.e. því nær markinu þeim mun meiri líkur eru á því að marktækifærið geti talist upplagt. En að meginreglu er engu að síður hugsanlegt að dómari geti jafnvel metið aðstæður þannig að leikmaður sé rændur upplögðu marktækifæri innan eigin vallarhelmings.

Næst er það síðan stefna leiksins (sóknaraðgerðarinnar), en þar er átt við að stefnan liggi nokkurn veginn að marki mótherjans, enda erfitt að ímynda sér að hægt sé að ræna leikmann upplögðu marktækifæri ef hann er á leið frá markinu í átt að hornfánanum. Á hinn bóginn er ekki hægt að gera þá kröfu að stefnan sé í þráðbeinni línu að markinu, t.d. þegar sóknarmaður reynir að leika á markvörðinn, en þá þarf hann að sjálfsögðu að leika boltanum til hliðar meðan hann fer framhjá honum, enda getur hann ekki hlaupið beint í gegnum markvörðinn.

Því næst eru það líkur sóknarmannsins til að halda, eða ná valdi á, boltanum. Þetta kann að virka svolítið loðið, en þarna þarf dómarinn að meta á örskotsstundu möguleika sóknarmannsins til þess að halda eða ná valdi á boltanum, ef ekki hefði verið á honum brotið, og þar með viðhalda upplagða marktækifærinu. Þetta þarf þó ekki endilega að þýða að sóknarmaðurinn þurfi þegar að vera kominn með vald á boltanum þegar brotið er framið, heldur getur þetta líka átt við um að hann sé þá rétt u.þ.b. að ná valdi á boltanum. Hér gæti t.a.m. verið um að ræða fyrirgjöf sem stefnir beint á kollinn á sóknarmanninum fyrir framan opið mark, en rétt áður en hann nær að skalla hrindir varnarmaður í bak hans. Sóknarmaðurinn nær þannig aldrei valdi á boltanum, en var svo sannarlega við það að ná á honum valdi ef ekki væri fyrir hrindingu varnarmannsins.

Að síðustu er það svo fjöldi og staðsetningar varnarmannanna. Hér er heldur ekki verið að tala um að tiltekinn fjölda varnarmanna þurfi til að "gengisfella" marktækifærið frá því að vera upplagt niður í að vera einungis vænlegt, en því fleiri sem eru til varnar því minni eru jú líkurnar á því að sóknarmaðurinn komist í upplagt marktækifæri. Á hinn bóginn dugar ekki til þó margir varnarmenn séufyrir innan sóknarmanninn sem er á leið í færið ef þeir eru allir svo langt frá atvikinu að þeir geti ekki komið við neinum vörnum, en þannig hlýtur hið upplagða marktækifæri því enn að vera til staðar. Af þessum sökum getur verið mjög villandi að tala um "aftasta mann" í þessu samhengi.

Þetta eru sem sagt "mælistikurnar" fjórar sem dómarinn notar við mat sitt, en það er alls ekki svo aðallar séu þær alltaf jafngildar eða að ein þeirra sé mikilvægari en hinar eftir einhverri fyrirfram ákveðinni formúlu. En samanlögð niðurstaða þessara "mælinga" dómarans leggurhins vegar grunninn að ákvörðun hans. Stóra spurningin er þessi: "Hvað hefði gerst ef ekki hefði verið brotið á sóknarmanninum?" Ef svarið er á þá leið að hann hefði þá annað hvort skorað eða komist í upplagða stöðu til þess þá var "ruplað" af honum marktækifæri.

Víkjum þá aftur að enska úrslitaleiknum og vítaspyrnunni sem Oliver dæmdi þar á Man Utd. Hazardvar kominn mjög nálægt markinu, stefna hans var nokkurn veginn beint að því, hann hafði fullt vald á boltanum og það voru engir aðrir til varnar en markvörðurinn fyrir framan hann og Jonesfyrir aftan. Atvikið uppfyllir því hiklaust öll skilyrði þess að teljast upplagt marktækifæri. Hvers vegna var liturinn á kortinu því gulur en ekki rauður?

Það er vegna breytingar sem gerð var á knattspyrnulögunum fyrir tveimur árum og fjallar um "rupl-brot" innan vítateigsins. Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir hina svokölluðu "þreföldu refsingu", þ.e. vítaspyrnu, brottvísun og síðan leikbann. Ekki þótti sanngjarnt að varnarmanni sem reynir að leika boltanum sé refsað svo grimmilega og því beri að sleppa honum með gult spjald. Þessi breyting vargerð ekki síst með markverðina í huga, enda eru þeir í langflestum tilfellum að gera heiðarlega tilraun til þess að ná boltanum þegar þeir brjóta á sóknarmönnum sem sækja að marki þeirra. En þetta nýtist einnig varnarmönnum, sem freista þess að tækla mótherja sinn heiðarlega, en eru aðeins of seinir þannig að snertingin verður fyrst við manninn en ekki boltann. Hins vegar þýðir þetta að eftir sem áður ber að refsa fyrir "rupl-brot" innan vítateigs með rauðu spjaldi ef brotið felur í sér að leikmanni sé haldið, honum hrint o.s.frv., enda geta slík brot ekki talist vera tilraun til þess að vinna boltann heiðarlega. PhilJones fékk því dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu, en tilgangur hans var hins vegar augljóslega sá að reyna að vinna boltann með heiðarlegri tæklingu. Sem sagt, upplögðu marktækifæri var "ruplað" af Eden Hazard, en þar sem Jones reyndi að vinna boltann heiðarlega var ákvörðun Oliver dómara um vítaspyrnu og gult spjald hárrétt.

Í rökréttu samhengi við þessa breytingu á lögunum fylgdi á síðasta ári önnur varðandi áminningar fyrir leikbrot sem fela í sér að stöðva vænlega sókn mótherja. Með sama hætti og agarefsingin fyrir að ræna upplögðu marktækifæri ("rupla") innan vítateigs var lækkuð úr rauðu í gult spjald, var refsingin fyrir að stöðva vænlega sókn innan vítateigs lækkuð úr vítaspyrnu og gulu spjaldi í vítaspyrnu án agarefsingar, að því gefnu að um sé að ræða tilraun til þess að vinna boltann með heiðarlegum hætti.En brýnt er að hafa í huga að þessi mildandi ákvæði laganna eiga einungis við um brot innan vítateigs því eftir sem áður ber dómurum að sýna rauða spjaldið fyrir hvers konar "rupl-brot" utan teigs og hið gula fyrir hvers konar brot utan hans sem fela í sér að stöðva vænlegar sóknir mótherja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner