Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. maí 2020 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mario Götze á förum frá Dortmund (Staðfest)
Borussia Dortmund hefur staðfest það að Mario Götze muni yfirgefa félagið í sumar.

Götze, sem verður 28 ára í júní, rennur út á samningi í sumar og mun þá leita sér að nýju félagi.

„Mario mun fara í sumar. Þetta er niðurstaða sem bæði hann og félagið eru sammála um," sagði Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, fyrir leik liðsins gegn Wolfsburg sem er núna í gangi. Götze byrjar á bekknum.

Ferill Mario Götze byrjaði frábærlega hjá Borussia Dortmund en hann hefur verið á niðurleið alveg frá því að hann gekk í raðir Bayern München árið 2013. Götze kom aftur til Dortmund fyrir fjórum árum, en það hefur ekki gengið sem skyldi hjá honum.

Götze hefur hvað mest verið orðaður við félög á Ítalíu
Athugasemdir
banner