Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benfica kaupir vinstri bakvörð frá Man Utd
Alvaro Fernandez.
Alvaro Fernandez.
Mynd: Getty Images
Portúgalska félagið Benfica er að ganga frá kaupum á bakverðinum Alvaro Fernandez en hann kemur frá Manchester United.

Kaupverðið er í kringum 6 milljónir evra.

Fernandez er 21 árs gamall vinstri bakvörður sem kom til Man Utd frá Real Madrid árið 2020. Hann var í akademíu United og kom við sögu í fjórum leikjum með aðalliðinu.

Hann var lánaður til Preston og Granada en yfirstandandi leiktíð hefur hann verið á láni hjá Benfica.

Fernandez hefur í heildina spilað tíu keppnisleiki með Benfica en félagið ætlar sér að kaupa hann.

Hann skrifar undir fimm ára samning við Benfica en Man Utd mun eiga möguleika á því að kaupa hann til baka fyrir fyrirframsamda upphæð.
Athugasemdir
banner
banner