Ítalski þjálfarinn Francesco Farioli er tekinn við Ajax og hefur skrifað undir samning til ársins 2027.
Hann var orðaður við Brighton og Chelsea en er nú mættur til Hollands.
Hann er bráðefnilegur stjóri en hann er aðeins 35 ára. Hann þjálfaði Nice á síðustu leiktíð en hefur einnig þjálfað Alanyaspor og Fatih Karagumruk í Tyrklandi.
Síðasta tímabil var vægast sagt mikil vonbrigði fyrir Ajax en liðið hafnaði í 5. sæti. Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður liðsins.
Presenting Francesco Farioli, our new head coach! pic.twitter.com/fEPa90Khj8
— AFC Ajax (@AFCAjax) May 23, 2024
Athugasemdir