Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   fim 23. maí 2024 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Svekkjandi endir á ferlinum hjá Ranieri
Mynd: EPA

Cagliari 2 - 3 Fiorentina
0-1 Giacomo Bonaventura ('39 )
1-1 Alessandro Deiola ('64 )
2-1 Kingstone Mutandwa ('85 )
2-2 Nicolas Gonzalez ('89 )
2-3 Arthur Melo ('90 , víti)


Claudio Ranieri hefur stýrt sínum síðasta leik á ferlinum en hann hefur ákveðið að hætta. Hann stýrði Cagliari í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tapaði gegn Fiorentina á grátlegan hátt.

Cagliari var 2-1 yfir þar til Nicolas Gonzalez jafnaði metin undir lok venjulegs leiktíma.

Það voru síðan 13 mínútur komnar framyfir venjulegan leiktíma þegar Arthur Melo tryggði Fiorentina öll stigin með marki úr vítaspyrnu.

Vítaspyrnudómurinn þótti ansi strangur en varnarmaður Cagliari sparkaði í hælinn á Lucas Beltran inn á teignum.

Þessi sigur þýðir að Fiorentina hefur tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Það kemur í ljós um helgina hvort liðið muni spila í Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni.

Cagliari er eina liðið sem hefur lokið leik en liðið er í 15. sæti deildarinnar.

Vítaspyrnudóminn má sjá hér


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
4 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
11 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
12 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner