Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   sun 23. júní 2024 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Jafnt í botnslagnum
Mynd: Facebook
Reynir S. 1 - 1 KF
1-0 Sindri Þór Guðmundsson ('7 )
1-1 Fransisco Eduardo Cruz Lemaur ('86 )

Reynir Sandgerði tók á móti KF í lokaleik dagsins í 2. deild karla og tóku heimamenn forystuna snemma leiks.

Sindri Þór Guðmundsson, sem á 87 leiki að baki í efstu deild með Keflavík, skoraði á sjöundu mínútu og leiddu Sandgerðingar allt þar til á lokamínútunum.

Þá var það Francisco Eduardo Cruz Lemaur sem jafnaði metin með marki á 86. mínútu.

Lokatölur urðu 1-1 og er KF áfram á botni deildarinnar með 4 stig úr 8 leikjum. Reynir er einnig í fallsæti, með 5 stig - einu stigi frá KFG í öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner