Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 23. júní 2025 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Fyrsti útisigur Aftureldingar í sumar
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
ÍBV 1 - 2 Afturelding
1-0 Vicente Rafael Valor Martínez ('12 )
1-1 Benjamin Stokke ('53 )
1-2 Aron Jóhannsson ('55 )
Lestu um leikinn

ÍBV fékk Aftureldingu í heimsókn í nýliðaslag í dag. Liðin voru með jafn mörg stig í 8. og 9. sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Eyjamenn komust yfir snemma leiks þegar Hermann Þór Ragnarsson komst í gegn. Hann átti skot í stöngina og Vicente Valor var fyrstur á boltann og skoraði á opið markið.

Benjamin Stokke skoraði fyrir Aftureldingu stuttu síðar en talið var að Marcel Zapytowski í marki ÍBV hafi verið með vald á boltanum þegar Stokke fór í hann og markið því dæmt af.

Aron Jóhannsson kom inn á hjá Aftureldingu fyrir meiddann Bjarna Pál Linnet Runólfsson stuttu eftir mark Vicente Valor. Aron lét til sín taka í seinni hálfleik. Hann byrjaði á því að eiga frábæra sendingu inn á teiginn og Benjamin Stokke skallaði boltann í netið og jafnaði metin. Fyrsta útivallarmark Aftureldingar í efstu deild.

Stuttu síðar skoraði Aron sjálfur og sneri blaðinu við fyrir Aftureldingu. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og fyrsti sigur Aftureldingar á útivelli staðreynd.

Afturelding er því komið í 6. sæti með 17 stig en ÍBV er áfram í 9. sæti með 14 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 14 6 3 5 25 - 25 0 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
9.    FH 14 4 3 7 20 - 20 0 15
10.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
11.    KA 14 4 3 7 14 - 26 -12 15
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner