Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 22. júní 2025 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Lengjudeildin
Bjarni Jó.
Bjarni Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri.
Ívar Orri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sagði við strákana að það væri djöfullegt að bera ekkert úr býtum úr þessum leik. Þetta er saga okkar núna og þess vegna erum við í neðsta sæti, við nýtu færin illa og sleppum inn of ódýrum mörkum. Það verður ekki tekið af mínum mönnum að við erum að leggja okkur fram og erum að reyna allt hvað við getum."

„Þetta var frekar lokaðar leikur en færalega fannst mér við vera ofan á,"
sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap á Akureyri gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Selfoss

„Munurinn var færanýtingin, það var ekkert öðruvísi. Í stöðunni 0-0 eigum við tvo mjög fína sénsa til að komast yfir. Mörk breyta leikjum. Djöfullegt að hafa ekkert upp úr þessu," sagði Bjarni.

Hann ræddi nánar um leikinn, stöðuna á leikmannahópnum og komandi félagaskiptaglugga í viðtalinu og má heyra hans svör í spilaranum efst. Hann segir að Alexander Berntsson, Raul Tanque og Daði Kolviður Einarsson séu að glíma við meiðsli. Í lokin var hann spurður út í Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiskins, en Bjarni lét heyra í sér á hliðarlínunni, allavega tvívegis, og heyrðist það vel í Boganum.

„Mér finnst bara stundum vanta línu, stundum er þetta svona og stundum hinsegin Mér fannst Þórsararnir aðallega vera kenna honum það hvernig á að spila í höll. Það er mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila hérna í Boganum ef að boltinn fer upp í loft," sagði Bjarni.

Í leiknum var það fyrst þannig að Ívar Orri lét liðin skila boltanum til baka ef þau hreinsuðu upp í loft. En ný regla er á þá leið að andstæðingurinn á að fá boltann þar sem hann fer upp í loftið, og var þeirri reglu fylgt í seinni hálfleik eftir kennslu frá þjálfara Þórs.
Athugasemdir
banner
banner