Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 22. júní 2025 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekkert nýtt fyrir mig, ég er búinn að vera með þessum hóp síðasta eina og hálfa árið. Þetta er búin að vera erfið vika hjá okkur," sagði Dean Martin sem var í hlutverki aðalþjálfara í dag hjá ÍA í leiknum gegn Stjörnunni. Hann var aðstoðarmaður Jóns Þórs Haukssonar sem var látinn fara síðasta mánudag. Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari liðsins í gær en kom ekki að leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

„Mér fannst við óheppnir að jafna ekki leikinn strax í byrjun seinni hálfleiks, misstum af tækifærinu að koma okkur strax aftur inn í leikinn."

„Það hefði auðvitað breytt leiknum, mörk breyta leikjum. Við náum því miður ekki að skora í dag."


Hvað þarf að breytast hjá ÍA?

„Það er bara að halda áfram og reyna koma boltanum yfir línuna hjá andstæðingnum. Mörk breyta leikjum, við vitum það allir. Við erum að fá alltof mörg mörk á okkur og því miður erum við ekki að skora, ef við höldum því áfram verða örlögin erfið."

En verður Deano áfram í þjálfarateymi Lárusar?

„Ég klára í dag, svo sest ég niður og sé hvað framtíðin býður upp á."

Ómar Björn Stefánsson var tekinn af velli í seinni hálfleik og þótti einhvejrum það sérstök ákvörðun. Deano segir að hann hafi viljað fá inn ferska fætur.
Athugasemdir
banner
banner
banner