Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 23. júní 2025 22:17
Alexander Tonini
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Tvö töpuð stig segir Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik
Tvö töpuð stig segir Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson var ekki sérlega ánægður eftir fyrsta jafntefli sumarsins í viðtali við Fótbolti.net eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik.

„Miðað við gang leiksins alls ekki sanngjörn úrslit nei, langt því frá en engu að síður er stigið gott á móti Breiðablik, en við eigum að klára leikinn tvö núll og sigla þessu heim" sagði þjálfari Frammara svekktur. 

„Við náttúrlega bara leggjumst aðeins of djúpt og nýtum skyndisóknir og tækifærin okkar ekki nægilega vel í að búa til fleiri færi í síðari hálfleik en svo bara fá þeir gefins vítaspyrnu sem er aldrei vítaspyrna".  

„Hann er ekki að reyna það leyfa þeim að fá þetta en hann sér þetta bara svona og dæmir og fyrir vikið eru hér tvö töpuð stig".


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Fram

En var þetta víti? 

„Ágúst bara hendir sér og fiskar vítið og þetta er kannski óheppilegt, þetta er ekkert sem við ráðum við og eins og ég segi dómarinn sér þetta svona og hann telur að hann hafi orðið fyrir einhverri truflun en hann bara hreinlega hittir ekki boltann og hendir sér bara niður. Þetta er leiðinlegt að sjá og því miður er þetta bara svona og menn verða bara að eiga það við sig sjálfir þeir sem eru að leika sér að þessu. Ágúst er ungur og hefur framtíðina fyrir sér, flottur leikmaður en þetta verður stundum úlfur úlfur þegar menn ætla að leika sér að þessu en ég meina að hann náði stig fyrir liðið lið sitt". 

Rúnar sagðist mjög sáttur með liðið sitt og hefði allan tímann viljað vinna þennan leik. 

„Við eigum að koma okkur í tvö núll, við eigum skot í slá og frákastið fer í Róbert sem setur hann yfir markið og enginn í markinu. Þarna held ég að við hefðum við klárað leikinn með því að komast í tvö núll því að varnarleikur okkur var frábær". 


Athugasemdir
banner
banner