þri 23. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Fimmta besta aðsókn á leiki frá upphafi
Úr stúkunni á Meistaravöllum í Vesturbæ.
Úr stúkunni á Meistaravöllum í Vesturbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stuðningsmenn KA í stuði á Greifavellinum.
Stuðningsmenn KA í stuði á Greifavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Aðsókn að leikjum Pepsi Max deildar karla hefur verið góð í sumar, en 1.107 áhorfendur að meðaltali hafa séð leikina 78 sem leiknir hafa verið (13 umferðir af 22). Best var meðalaðsóknin að leikjum efstu deildar karla árið 2007, síðasta árið sem leikið var í 10 liða deild, en þá mættu 1.329 að meðaltali á leikina 90.

Önnur besta meðalaðsóknin var hinsvegar árið 1971 en þá komu 1.294 að meðaltali á leiki tímabilins. Vó þar þyngst að leikinn var sérstakur úrslitaleikur á Íslandsmótinu það ár.

ÍBV og Keflavík voru jöfn að stigum eftir Íslandsmótið og var þá leikinn úrslitaleikur á Laugardalsvelli þar sem mættu um 11.000 áhorfendur og er þetta best sótti leikur á milli íslenskra liða frá upphafi.

Til samanburðar má nefna að besta aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni karla á síðustu áratugum var árið 1999 þegar ÍA og KR mættust á Laugardalsvellinum og 7.401 áhorfandi mætti.

Aðsóknin í ár er 5-6. besta aðsóknin frá upphafi efstu deildar samkvæmt lista á vef KSÍ en aðsóknin í dag er jafnmikil og hún var tímabilið 2015.

Besta meðalaðsókn
1971 - 1294 áhorfendur að meðaltali
2007 - 1329 áhorfendur að meðaltali
2010 - 1205 áhorfendur að meðaltali
2011 - 1122 áhorfendur að meðaltali
2019 - 1107 áhorfendur að meðaltali
2015 - 1107 áhorfendur að meðaltali

Smelltu hér til að sjá listann í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner