Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal notaði 37 mismunandi byrjunarlið í úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Það var nokkuð áhugaverð tölfræði að skjótast upp á yfirborðið er varðar gengi Arsenal frá síðustu leiktíð.

Arsenal átti hrikalegt tímabil og missti af Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni. Það eru eflaust ýmsar ástæður fyrir því en ein þeirra er líklega sú að Mikel Arteta var nánast aldrei með sama byrjunarlið.

Í 38 úrvalsdeildarleikjum tefldi Arteta fram 37 byrjunarliðum. Það var útileikur gegn Manchester United og heimaleikur gegn Aston Villa sem Arsenal mætti til leiks með sama byrjunarlið.

Til gamans má geta að Arsenal vann útileikinn gegn Man Utd en tapaði svo heimaleiknum gegn Villa viku seinna, 0-3.

Til samanburðar breytti Claudio Ranieri byrjunarliði Leicester ekki nema tilneyddur þegar hans menn komu öllum að óvörum og unnu ensku úrvalsdeildina 2016.

Óbreytt byrjunarlið Arsenal:
Leno - Holding, Gabriel, Tierney - Bellerin, Partey, Elneny, Saka, Aubameyang, Willian, Lacazette
Athugasemdir
banner
banner