Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. ágúst 2019 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Keflavík hafði betur í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttur R. 1 - 3 Keflavík
0-1 Þorri Mar Þórisson ('5)
0-2 Ísak Óli Ólafsson ('26)
0-3 Adolf Mtasingwa Bitegeko ('39, víti)
1-3 Jasper Van Der Heyden ('53)

Keflavík er ennþa lifandi í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar eftir sigur á útivelli gegn Þrótti R.

Þorri Mar Þórisson skoraði fyrsta markið eftir einfalda sókn Keflvíkinga, sem endaði með góðri fyrirgjöf Rúnars Þórs Sigurgeirssonar og öruggu marki Þorra af stuttu færi.

Þróttarar reyndu að svara fyrir sig en það voru gestirnir sem tvöfölduðu forystuna. Ísak Óli Ólafsson skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu á 26. mínútu.

Adolf Mtasingwa Bitegeko gerði svo þriðja mark Keflvíkinga fyrir leikhlé úr vítaspyrnu eftir að Sindri Scheving gerðist brotlegur innan teigs.

Heimamenn mættu tvíefldir út í síðari hálfleikinn og vildu fá vítaspyrnu á fyrstu mínútunum, áður en Jasper Van Der Heyden minnkaði muninn eftir góða stungusendingu frá Aroni Þórði Albertssyni.

Þróttarar voru mun betri í seinni hálfleik og komust nálægt því að minnka muninn frekar en vörn Keflvíkinga, með Sindra Kristinn Ólafsson í fararbroddi, hélt vel og tryggði góðan sigur.

Keflavík þarf að vinna síðustu fjóra leiki sína til að eiga möguleika á því að komast upp um deild á meðan Þróttur er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner