Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fös 23. ágúst 2019 23:39
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Þórir: Fengum nóg af tækifærum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var svekktur eftir tap á útivelli gegn Gróttu í dag. Hann var þó sáttur með leik sinna manna sem hann telur verðskulda stig úr leiknum.

Grótta komst yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði forystuna eftir leikhlé en Fram minnkaði muninn á 79. mínútu, aðeins tveimur mínútum áður en heimamenn skoruðu þriðja markið og gerðu út af við viðureignina.

„Við gáfum þeim góðan leik og mér fannst við hafa fengið nóg af færum til þess að skora fleiri mörk en á endanum standa þeir uppi sem sigurvegarar," sagði Jón Þórir.

„Það vantaði aðallega uppá færanýtinguna hjá okkur. Við héldum þeim meira og minna allan seinni hálfleikinn á þeirra vallarhelmingi og áttum ótal tækifæri en náðum ekki að nýta þau."

Fram er svo gott sem búið að missa af toppbaráttunni eftir þetta tap og segir Jón að markmiðið sé að vinna síðustu fjóra leikina.
Athugasemdir
banner
banner