Fylkir mættu HK fyrr í kvöld í toppslag í Lengjudeildinni. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Fylkis. Árbæingar eru á toppi Lengjudeildarinnar með 42 stig og komust 5 stigum frá HK með sigrinum í kvöld. Fyrirliði Fylkis, Ásgeir Eyþórsson var mjög sáttur með leikinn.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 Fylkir
„Mér líður virkilega vel, búnir að vera á góðu „runni", þannig séð jafn leikur í dag mér fannst við kannski sterkari í seinni hálfleik. Við sýndum það í fyrri hálfleik að við áttum smá inni og við komum sterkir inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta vel."
Fylkir voru mun betri í seinni hálfleik og náðu að opna HK betur í síðari hálfleik.
„Mér finnst þetta svolítið vera sagan okkar í sumar, við erum alltaf mjög hættulegir á breikinu og erum í góðu standi og þegar tempóið dettur niður hjá hinum þá erum við helvíti snöggir að refsa. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við vinnum á síðasta hálftímanum."
Fylkir hafa unnið 9 leiki í röð.
„Menn eru með tilfinningu eins og þeir geta ekki tapað held ég akkúrat núna. Við erum með mjög gott lið og erum að sýna það, menn eru að leggja sig mikið fram, það er mikið sjálfstraust í liðinu og þá koma úrslitin."
Athugasemdir
























