Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. september 2019 11:53
Fótbolti.net
Lið 22. umferðar - Fimm fulltrúar Gróttu
Til hamingju Gróttumenn!
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gróttumenn fagna.
Gróttumenn fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta gerði sér lítið fyrir og vann Inkasso-deildina en í lokaumferðinni vann liðið 4-0 sigur á Haukum. Hafnarfjarðarliðið féll eftir að hafa tapað á Seltjarnarnesinu.

Pétur Theódór Árnason var valinn maður leiksins og er í úrvalsliði umferðarinnar ásamt þremur öðrum leikmönnum Gróttu. Það eru þeir Hákon Rafn Valdimarsson, Arnar Þór Helgason og Kristófer Orri Pétursson.

Þjálfari úrvalsliðs umferðarinnar er svo auðvitað Óskar Hrafn Þorvaldsson.



Magni gerði markalaust jafntefli gegn Þór í lokaumferðinni en Grenivíkurliðið náði að halda sæti sínu í Inkasso-deildinni. Ólafur Aron Pétursson miðjumaður er í úrvalsliðinu en hann er látinn spila í vörninni þar.

Fjölnir hafði tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni en tókst ekki að vinna deildina þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Rúnar Þór Sigurgeirsson vinstri bakvörður er í úrvalsliðinu og einnig miðjumaðurinn Frans Elvarsson.

Leiknismenn fóru ósigraðir í gegnum seinni umferð Inkasso-deildarinnar og kláruðu tímabilið með 2-1 sigri gegn Fram þar sem Sævar Atli Magnússon skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins. Fram fær sinn fulltrúa í úrvalsliðinu en það er Jökull Steinn Ólafsson.

Jasper Van Der Hayden var maður leiksins í fallbaráttuslag Þróttar og Aftureldingar sem endaði 0-0. Bæði lið halda sæti sínu í deildinni. Harley Willard var maður leiksins þegar Víkingur Ólafsvík kláraði tímabilið með 4-2 sigri gegn Njarðvík.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner