Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. september 2019 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool gaf út yfirlýsingu vegna gjaldþrots Thomas Cook
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gjaldþrots breska ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook.

Breska fyrirtækið var lýst gjaldþrota í morgun eftir að það slitnaði úr viðræðum um að bjarga því.

Cook var 178 ára gamalt ferðaþjónustufyrirtæki og hafði þjónustað mörg knattspyrnufélög en enska félagið Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu.

Thomas Cook var með samning við Liverpool þar sem fyrirtækið selur ferðir á leiki en fyrirtækið selur að jafnaði 360 ferðir á hvern heimaleik.

Liverpool vinnur nú hörðum höndum að því að finna lausnir fyrir fólkið sem keypti ferðapakkann í gegnum Thomas Cook og mun upplýsa það enn frekar á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner