Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 23. september 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter og Napoli orðuð við Albert
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
SempreInter greinir frá orðrómum sem segja að Inter og Napoli, tvö af stærstu félögum ítalska boltans, hafi áhuga á Alberti Guðmundssyni leikmanni Genoa.

Albert hefur verið meðal bestu leikmanna Genoa undanfarin misseri og sýnt flotta takta í Serie A deildinni. Hann gekk til liðs við Genoa í janúar 2022 eftir níu ára dvöl í Hollandi þar sem hann lék fyrir unglingalið Heerenveen áður en hann skipti yfir til PSV Eindhoven og AZ Alkmaar.

Albert er 26 ára kantmaður að upplagi en getur einnig spilað í holunni fyrir aftan fremsta mann eða í fremstu víglínu. Hann leikur við hlið Mateo Retegui í tveggja manna sóknarlínu Genoa undir stjórn Alberto Gilardino, sem notast við útgáfu af 4-4-2 leikkerfi.

Albert er sá leikmaður sem hefur leikið á flesta andstæðinga í Serie A það sem af er tímabils.

Calciomercato greinir einnig frá þessum orðrómum og fer skrefinu lengra. Þar er því haldið fram að Genoa hafi hafnað tilboðum frá Napoli í sumar, en félagið sé enn áhugasamt.

Albert hefur skorað 6 mörk í 35 A-landsleikjum en var ekki í síðasta landsilðshópi vegna áskana um alvarlegt kynferðisbrot.


Athugasemdir
banner
banner
banner