Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 23. október 2020 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Klopp: Vitum ekki einu sinni hvenær Virgil van Dijk verður klár
Jurgen Klopp getur ekki notað Virgil van Dijk innan vallar næstu mánuðina en hann getur þó hjálpað til í eldhúsinu sé þess óskað.
Jurgen Klopp getur ekki notað Virgil van Dijk innan vallar næstu mánuðina en hann getur þó hjálpað til í eldhúsinu sé þess óskað.
Mynd: Getty Images
„Við vitum það ekki einu sinni ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Þetta mun taka tíma það er á hreinu," sagði Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool á vef félagsins í dag aðspurður um hversu lengi hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk verður frá keppni.

Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og ljóst að hann verður lengi frá keppni. Nánast útilokað er talið að hann spili meira á þessu tímabili.

„Ég skil alveg að fólk hafi áhuga á að vita þetta. Virgil var hérna og hann er í lagi. En hvenær aðgerðin mun fara fram og eitthvað slíkt er eitthvað sem ég tel að við getum ekki verið að gefa upplýsingar um á hverjum degi," sagði Klopp.

„Þetta verður í lagi og mun gerst þegar það gerist. Svo það er ekkert meira að segja, hann er eins góður og hann getur verið. Þegar allt kemur til alls er staðan þessi; allt fólk er mismunandi og við getum ekki verið að festa eitthvað og segja: 'Fyrir hann tekur það þennan tíma og fyrir hinn tekur þetta þennan tíma."

„Þetta er einstaklingsbundið því líkami allra bregst við á mismunandi hátt. Þess vegna er ástæðulaust að gefa upp tímaramma."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner