Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 23. október 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er búið að vera erfitt að ná að hitta á Óskar"
Óskar í leik með KR í sumar.
Óskar í leik með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í vikunni tilkynnti KR að félagið hefði endursamið við Arnór Svein Aðalsteinsson og Pálma Rafn Pálmason.

Það er hins vegar ekki enn búið að endursemja við Óskar Örn Hauksson, sem er að renna út á samningi. Óskar, sem er 37 ára, hefur verið lykilmaður hjá KR síðustu ár og einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Á fréttamannafundi í síðustu viku var Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, spurður út í það hvers vegna Óskar væri ekki búinn að endursemja. Hann sagði þá að það hefði verið erfitt að ná að funda með leikmanninum.

„Það er búið að vera erfitt að ná að hitta á Óskar. Hann er upptekinn með litla barnið sitt. Það er ýmislegt sem hefur stoppað okkur í að hittast," sagði Rúnar.

„Hann er að skoða sín mál. Það er allt í vinnslu. Þetta tekur smá tíma stundum. Við erum vongóðir og Óskar er jákvæður. Það þarf bara að finna lausn á samningamálum. Báðir aðilar þurfa að vera ánægðir - hann og við."

Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins, þá hefur Óskar einnig verið fyrirliði. Hann gefur liðinu mikið.
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Athugasemdir
banner
banner