Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 23. október 2021 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Victor í toppbaráttu með Schalke - Elías Már tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn og bar fyrirliðabandið hjá Schalke er liðið vann góðan 3-0 sigur á Dynamo Dresden í þýsku B-deildinni í dag.

Það ríkti nokkuð mikið jafnræði með liðunum en færanýting Schalke var mun betri og réðust úrslitin á því. Þetta var fjórði sigur Schalke í röð og er liðið í öðru sæti með 22 stig eftir 11 umferðir.

Schalke 3 - 0 Dynamo Dresden

Í B-deild í Frakklandi kom Elías Már Ómarsson inn af bekk Nimes þegar liðið var tveimur mörkum undir. Þriðja markið kom strax eftir innkomu Elíasar sem náði ekki að minnka muninn.

Lokatölur urðu 3-1 fyrir Guingamp og er Nimes í fallbaráttu með 14 stig eftir 13 umferðir.

Guingamp 3 - 1 Nimes

Að lokum varði Jökull Andrésson mark Morecambe í ensku C-deildinni.

Morecambe mætti Plymouth í hörkuleik þar sem gestirnir áttu sex skot sem hæfðu markrammann og varði Jökull fimm þeirra en eitt hafnaði í netinu.

Niðurstaðan varð 1-1 jafntefli og er stigið mikilvægt fyrir Morecambe sem er með 15 stig eftir 14 umferðir.

Plymouth trónir á toppi C-deildarinnar með 30 stig.

Morecambe 1 - 1 Plymouth
Athugasemdir
banner
banner