Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 23. nóvember 2020 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Andri Fannar í Njarðvík (Staðfest)
Andri Fannar Freysson er mættur aftur til Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson er mættur aftur til Njarðvíkur
Mynd: Njarðvík
Andri Fannar Freysson er mættur aftur til Njarðvíkur frá Keflavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Andri Fannar er fæddur árið 1992 og uppalinn Njarðvíkingur en hann spilaði með Keflvíkingum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast upp í Pepsi Max-deildina.

Hann hefur lengst af á ferlinum leikið með Njarðvík en hann spilaði með Haukum sumarið 2015 og þá með Keflvíkingum árið 2013.

Nú er hann mættur aftur til Njarðvíkur og mun spila með liðinu í 2. deildinni á komandi tímabili.

Njarðvík var í baráttu um að komast upp í Lengjudeildina áður en tímabilið var flautað af en liðið ætlar sér að vera í toppbaráttu fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner