Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 23. nóvember 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Íran: Ástandið í heimalandinu er ekki gott
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ehsan Hajsafi, fyrirliði Íran, svaraði spurningum fjölmiðla á fréttamannafundi eftir 6-2 tap gegn Englandi í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins.


Ástandið í heimalandinu hefur verið herfilegt undanfarnar vikur þar sem ofbeldisfull ríkisstjórn ákvað að taka gríðarlega harkalega á mótmælum um allt Íran.

Mótmælendur hafa meðal annars verið skotnir, pyntaðir og misnotaðir og hafa landsliðsmenn Íran, sem leika flestir utan heimalandsins, ekki þorað að andmæla ríkisstjórninni af krafti hingað til.

Byrjunarlið Íran neitaði að syngja þjóðsönginn fyrir leik liðsins gegn Englandi og brást ríkisstjórnin þar í landi við með að stöðva beina útsendingu frá leiknum og skömmu síðar loka á netaðgang í landinu.

Landsliðsmenn Íran leika flestir utan landsteinanna en eru smeykir um heilsu fjölskyldna sinna sem eru eftir í heimalandinu.

„Áður en lengra er haldið vil ég votta fórnarlömbunum heimafyrir samúð mína. Þau ættu að vita að við stöndum með þeim og samhryggjumst," sagði Hajsafi og hélt svo áfram.

„Við verðum að samþykkja að ástandið í landinu okkar er ekki gott og fólk er óánægt. Við erum hér í Katar en það þýðir ekki að við getum ekki verið rödd fólksins í landinu, það þýðir ekki að við virðum ekki fólkið. Við erum hér fyrir hönd fólksins og verðum að gera okkar besta í næstu leikjum til að veita hrjáðu þjóðfélagi ánægju.

„Ég vona að aðstæðurnar breytist sem fyrst."


Athugasemdir
banner
banner