Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 23. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pickford segir að það sé allt í lagi með Kane
Markvörðurinn Jordan Pickford segir að það sé allt í lagi með Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins.

Kane meiddist á ökkla snemma í seinni hálfleik í 6-2 sigrinum gegn Íran á mánudag.

Kane og aðrir leikmenn sem byrjuðu gegn Íran voru ekki með á æfingu í gær og tóku þess í stað endurhæfingu. Kane var með á æfingunni í dag að sögn Pickford.

„Hann var með okkur á æfingunni og það er allt í góðu með hann," sagði Pickford.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Englendinga sem mæta Bandaríkjamönnum í öðrum leik sínum á HM á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner