Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
   mán 24. janúar 2022 12:29
Elvar Geir Magnússon
Eitthvað að ef þú getur ekki tekið ákvörðun eftir að hafa horft 15-20 sinnum á atvikið
Margir sérfræðingar hafa gagnrýnt dómarana Kevin Friend og Craig Pawson sem dæmdu Liverpool vítaspyrnu í leiknum gegn Crystal Palace í gær.

Palace var að hóta jöfnunarmarki þegar Liverpool fékk vítaspyrnu og innsiglaði sigurinn af vítapunktinum, 3-1 enduðu leikar.

Diogo Jota lenti í árektsri við Vicente Guaita, markvörð Palace. Craig Pawson var VAR dómari á leiknum og skoðaði atvikið margoft áður en hann ráðlagði Kevin Friend, sem var aðaldómari, að fara í skjáinn. Eftir að hafa horft nokkrum sinnum á atvikið aftur benti Friend á punktinn og Fabinho skoraði úr vítinu.

„Stóru liðin fá að komast upp með morð," sagði Neil Warnock, fyrrum stjóri í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali við TalkSport. Hann telur stór mistök hjá dómurunum að dæma vítið.

„VAR dómararnir horfðu 40 sinnum á atvikið og kölluðu svo Kevin Friend í skjáinn. Þá hefði Friend átt að sýna hvað er milli fóta hans, hann átti að horfa á þetta og segja 'mín ákvörðun að dæma ekki víti var rétt'. Í stað þess þá breytti hann ákvörðun sinni í verstu mögulegu niðurstöðu."

„Dómararnir kunna reglurnar en kunna ekki leikinn. Þeir hafa ekki spilað leikinn og skilja ekki hvernig leikmenn bregðast við. Þeir kunna reglurnar en hafa ekki hugmynd um hvernig leikurinn sjálfur þróast. Ég þurfti bara að sjá þetta einu sinni til að skilja að þetta átti ekki að vera vítaspyrna. Ef þú getur ekki tekið ákvörðun eftir að hafa horft 15-20 sinnum á atvikið þá er eitthvað að."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner