Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 24. janúar 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Of langt í City til að tala um það
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi um toppbaráttuna eftir 1-3 útisigur á Crystal Palace í gær.

Um frammistöðuna í leiknum sagði hann að þetta sýndi hversu ótrúlega góðir hans menn geta verið en einnig hversu lélegt liðið getur verið. Leikurinn var kaflaskiptur en Liverpool var með mikla yfirburði stóran hluta fyrri hálfleiks.

„Þetta eru risastór þrjú stig en við getum ekki sagt að þetta sé yfirlýsing frá okkur í titilbaráttunni. Það er of langt í toppinnn og við þurfum ekki að ræða um hann. Við verðum bara að vinna leiki og sjá hvað gerist á lokamánuðum mótsins," sagði Klopp.

Manchester City er á toppi úrvalsdeildarinnar, með gott forskot, en liðinu tókst ekki að leggja Southampton að velli á laugardag svo Liverpool minnkaði forskotið niður um tvö stig, niður í níu stig. Liverpool á leik til góða og þá eiga liðin eftir að mætast innbyrðis.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner