Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 24. janúar 2022 22:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martial fer til Sevilla á láni
Anthony Martial er genginn til liðs við Sevilla á láni frá Manchester United en Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter.

Það er allt klappað og klárt og Martial mun fljúga til Spánar á þriðjudaginn. Hann verður á láni út þessa leiktíð.

Þegar allt verður lagt saman mun Sevilla borga United 6 milljónir punda. Spænska félagið mun borga launin hans út tímabilið en það er ekkert ákvæði um að Sevilla geti keypt hann í sumar.

Martial hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá United undanfarin ár en hann hefur til að mynda aðeins komið við sögu í 8 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hann gekk til liðs við United frá Monaco tímabilið 2015/16.
Athugasemdir
banner