Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. febrúar 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Búið að leggja dúk á Laugardalsvöll
Frá Laugardalsvelli í síðustu viku.
Frá Laugardalsvelli í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn var lagður dúkur á Laugardalsvöll til að vernda grasið fyrir leikinn gegn Rúmeníu þann 26. mars.

Snjór helgarinnar náði því ekki að leggjast ofan á völlinn.

Í byrjun mars kemur sérstök hitapylsa sem verður yfir vellinum fyrir leikinn ef kalt verður í veðri.

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, og starfsfólk hans hefur staðið í ströngu í vetur en áætlað er að það kosti 64 milljónir að hafa völlinn kláran fyrir leikinn í næsta mánuði.

Sjá einnig:
Það sem er gert til að hafa Laugardalsvöll kláran 26. mars



Athugasemdir
banner
banner